Þverstæður Persíu

Punktar

Persía hefur verið menningarríki í þúsundir ára. Þar voru mannréttindi fyrst lögfest á tíma Kýrosar, fyrsta keisarans. Síðan hafa ríki risið og hnigið í því landi, sem nú heitir Íran. Borgir landsins hafa vestrænan brag. Þar er Esfahan, fegursta miðborg heims. Hávaxin tré í röðum á brúnum gangstétta og stórir, vel hirtir garðar á jaðri eyðimerkur. Íran býr við blöndu klerkaveldis og auðræðis. Hinn mikli ayatolla er ofar forseta og ráðherrum, ræður öllu. Allt ritskoðað, allt niður í boðskort til brúðkaups. Samhliða er risin millistétt vel stæðra góðborgara. Ekki veit ég, hversu lengi þessar þverstæður Persíu halda velli.