Þverstæð diplómatía

Punktar

Seðlabankastjórinn og Íslandsforsetinn reka þverstæða utanríkispólitík. Már Guðmundsson hleypur milli funda hjá fyrirtækjum í lánshæfismati. Reynir að biðja þau um að lækka ekki Ísland, heldur fresta ákvörðun, hugsa hana betur. Samtímis gengur Ólafur Ragnar Grímsson berserksgang í erlendu sjónvarpi, æpir á blaðamann og úthúðar lánshæfisfyrirtækjunum. Segir ekkert að marka þau. Athyglisverð fullyrðing, sem varla leiðir þó til skoðanaskipta þeirra, er nota lánshæfismatið. Ljóst er, að Már og Ólafur Ragnar hafa ekki stillt saman strengi. Enda fær enginn ráðið við mesta lýðskrumara í sögu okkar.