Þverhandarþykkt smjör

Megrun

Hinn 108 kílóa Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er kominn í megrun. Samkvæmt formúlu, sem hann lýsir í bloggi sínu, hyggst hann eingöngu borða íslenzkar vörur. Öðrum þræði nýtist því megrunin til að efla ímynd Sigmundar sem þjóðrembu. Situr nú við saltkjöt og kjötsúpu, kartöflur og harðfisk með þverhandarþykku smjöri. Mér finnst þetta mataræði henta betur útivinnandi bændum en skrifborðsfólki innandyra. En kúrinn er þekktur, heitir Dr. Atkins Diet Revolution. Margir hafa vitnað um virkni þeirrar tegundar megrunar. En holl getur hún tæpast talizt. Mæli með, að Sigmundur hafi lækni með í ráðum.