Þverárhyrna

Frá Efri-Hólum í Núpasveit um fjallabaksleið að Sandfellshaga í Öxarfirði.

Þetta er leið um grónar heiðar að fjallabaki, aftan við flata móbergshnjúkinn Valþjófsstaðafjall og píramídalaga Þverárhyrnu. Fyrst er farið yfir gróið Rauðhólahraun og síðan reiðgötu um vel gróna haga. Á þessari leið eiga engir jeppar að geta verið á ferð fyrr en komið er á veginn um Öxarfjarðarheiði.

Förum frá Efri-Hólum veginn vestur að Presthólum. Áður en við komum að bænum beygjum við út af veginum til suðurs í áttina að Valþjófsstaðafjalli. Beygjum síðan austur með norðurhlið fjallsins, förum um Leynidal og síðan um skarðið milli Valþjófsstaðafjalls og Hálsa. Förum svo þvert suður Arnarstaðadal og síðan austur og upp dalinn og síðan til suðurs sama dal, þar sem hann heitir Fremridalur. Þar förum við milli Ytra-Horns og vestan við Sandfellshaga að rétt neðan við bæinn.

27,4 km
Þingeyjarsýslur

Nálægir ferlar: Rauðhólar, Öxarfjörður, Öxarfjarðarheiði, Hafrafellsleið.
Nálægar leiðir: Hólaheiði, Hólsstígur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson