Þúsundir kynslóða

Megrun

Í þúsundir kynslóða vandist mannkynið því, sem kallað er hefðbundinn matur. Meltingarvegurinn vandist honum smám saman. Á síðustu áratugum kom svo til skjalanna ýmis fæða, sem er meltingarveginum framandi. Fyrir rúmri öld varð sykur almenningseign. Með skelfilegum afleiðingum. Þá er verksmiðjuiðnaður orðinn almenn regla í framleiðslu matvæla. Notuð eru margs konar efni, sem áður þekktust ekki, svo sem sætuefni, geymsluefni og litarefni. Vara er gerð fínni, hveiti breytt í hvítt fínhveiti, ávöxtum breytt í safa, grænmeti í froðu. Ekkert er undarlegt við, að ýmsir þoli illa sumar þessar breytingar.