Þúsund-og-ein þjóðleið

Hestar

Í gær kláraði ég þúsundogeina þjóðleið, kort og texta. Göngu- og reiðleiðir milli byggða á Íslandi. Annars vegar stafræn kort með staðsetningarpunktum. Hins vegar tilheyrandi texti. Með lýsingum leiða og örnefnum þeirra. Með frásögnum soðnum upp úr fornritum, einkum Sturlungu, og úr yngri heimildum, svo sem árbókum Ferðafélagsins. Stærstu heimildir eru Herforingjaráðskortin elztu, 384 leiðir; ný útivistarkort, 263 leiðir; mínar eigin ferðir, 189 leiðir; árbækur Ferðafélagsins, 122 leiðir. Ekki veit ég, hvað skal gera við þetta, sem mér sýnist vera orðin plássfrek sófaborðsbók. Útgefendi, einhver?