Þurfum nýja hugsun

Punktar

Allur fjórflokkurinn er svikin vara, þótt verstir séu bófaflokkarnir tveir, sem nú stjórna ríkinu. Stjórn síðasta kjörtímabils var ekki beinlínis skipuð bófum. En ráðherrar hennar létu undir höfuð leggjast að frelsa ykkur undan oki bankabófa og kvótagreifa. Ekki Vinstri græn og enn síður Samfylkingin munu frelsa ykkur, þótt þau nái aftur völdum. Við þurfum aðra pólitík, aðra hugsun. Við þurfum að spúla út fjármálastofnanir og setja kvótann á opið, árlegt uppboð. Þurfum að jafna lífskjörin og hætta að reka atvinnuvegi eins og velferðarstofur. Þurfum að hafna fjórflokknum eins og hann leggur sig.