Þú líka Kanada?

Punktar

Kanada hefur ákveðið að neita að vera með í eldflaugavörnum Bandaríkjanna. Stjórnin tók þessa ákvörðun með hliðsjón af mikilli og vaxandi andúð óbreytrra borgara á þessu kerfi, sem einnig hefur verið umdeilt í Bandaríkjunum. Óbeit á Bandaríkjaforseta er þáttur í viðhorfum í Kanada. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafa tekið neituninni illa. Sendiherra Bandaríkjanna í Kanada, Paul Cellucci, sagði, að Kanada væri með þessu að afsala sér hluta af fullveldi sínu, því að Bandaríkin mundu halda áfram undirbúningi. Kanadamenn segja hins vegar, að Bandaríkin stjórni ekki fullveldi Kanada.