Þú borgar fylleríið

Punktar

Fyllerí Orkuveitunnar á tíma virkjanaæðis leiddi til mikilla skulda, sem lengi hafa hvílt á notendum í Reykjavík. Orkuberandi skuldir hafa verið lækkaðar um fjórtán milljarða á fáum árum. Upphæðin hefur að mestu náðst með hækkun gjalda á neytendur um ellefu milljarða á sama tíma. Almenningur ber því hita og þunga kostnaðar af virkjanafylleríinu á Hellisheiði. Einnig hefur komið þar upp ýmis vandi, svo sem brennisteinsmengun og jarðskjálftar af mannavöldum. Í stað þess að sóa Hverahlíðum til að þjóna svipuðu æði í Reykjanesbæ eru þær látnar mæta rýrnun Hellisheiðarvirkjunar. Jarðhitinn er nefnilega ekki endurnýjanlegur. Þegar Hellisheiðarvirkjun þornar upp, eru Reykvíkingar enn að borga fylleríið.