Þrýstihópar dansa

Punktar

Lagafrumvörp um sambúð þrýstihópa og stjórnvalda mistókust í þessari viku á Evrópuþinginu og á Bandaríkjaþingi. Í Evrópu gerir það ekki ráð fyrir, að þrýstihópar upplýsi, fyrir hverja þeir starfa, hvernig þeir eru fjármagnaðir og hver sé sambúð þeirra við þingmenn. Í Bandaríkjunum er frumvarpið hrein sjónhverfing, bannar til dæmis ekki mútur í gjöfum og greiðslu á ferðakostnaði og matarkostnaði og tekur ekki á hringekju manna milli þingmennsku og vel launaðra starfa hjá þrýstihópum. Enda hefur heimsins mesti spillingarflokkur meirihluta á bandaríska þinginu.