Þrugl í fjölmiðlum

Punktar

“Það kom eins og þjófur úr sauðaleggnum.” “Það kom eins og þruma á nóttu.” “Það kom eins og skrattinn úr heiðskíru lofti.” Ruglingur í orðtökum er algengur í fjölmiðlum hér á landi og vekur jafnan eftirtekt og aðhlátur. Hafa ber þó í huga, að orðtök eru bara ofnotaðar klisjur, þótt rétt sé farið með þau. Meginvandi stíls í fjölmiðlum er hins vegar þruglið, sem felst í löngum málsgreinum, flóknu orðalagi, þolmynd í stað germyndar, viðtengingarhætti í stað framsöguháttar, nafnorðahossi í stað markvissra sagnorða, ofnotkun lýsingar- og atviksorða og samtenginga.