Þrjú skref til nýrrar aldar

Punktar

Svona fær þjóðin nýju stjórnarskrána og rentuna af auðlindum sínum:
1. skref. Hættulegasti andstæðingur pírata, stjórnarskrár og auðlindarentu verður felldur í forsetakosningum í sumar. Ólafur Ragnar gerður skaðlaus.
2. skref. Píratar sigra í alþingiskosningum í vetur á grundvelli loforðs um nýju stjórnarskrána og innheimtu auðlindarentu með opnu útboði veiðiheimilda.
3. skref. Píratar mynda stjórn með þeim stjórnmálaöflum, sem fást til að styðja nýju stjórnarskrána og auðlindarentuna. Sem fást til að afgreiða stjórnarskrána á stuttu kjörtímabili, styðja þingkosningar þar á eftir og síðan endurtekið samþykki stjórnarskrárinnar í atkvæðagreiðslu á upphafi nýs kjörtímabils.