Mat á umhverfisáhrifum fer lögum samkvæmt þannig fram að þrjóturinn fremur það sjálfur. Eða fær til þess undirverktaka, sem er háður viðskiptum við þrjótinn. Ferlið er síðan stimplað af Skipulagsstofnun. Því hafa engar virkjanir nein umhverfisáhrif. Þau koma síðar í ljós, of seint. Nú hefur þúsund ára gamall mosi brunnið við Hellisheiðarvirkjun. Eðlileg afleiðing af röngu matsferli. Þrjótar eru ófærir um að meta sín eigin umhverfisáhrif. Mosabruninn sýnir óhæft matsferli. Nú þarf að kæra þrjótana, allt frá Orkuveitunni yfir í Skipulagsstofnun, fyrir kæruleysi í umhverfismati.