Þrjár þjófaborgir

Ferðir

Þrjár borgir í Evrópu eru þekktar fyrir þjófnað á eigum ferðafólks, Róm, Madrid og Barcelona. Sú síðasta er verst og þar er minnstan stuðning að hafa af hálfu lögreglunnar. Tíðastur þar er töskuþjófnaður á breiðgötunni Rambla. Í Madrid er hann tíðastur við torgið Porta del Sol og í Róm nálægt aðaljárnbrautarstöðinni. Þessar þrjár borgir hafa löngum verið erfiðar, sennilega vegna skorts á áhuga borgarstjórnar. Tvisvar reyndu sígaunabörn að ræna mig í Róm, í kirkjunni Santa Maria dei Angeli og á götunni Coronari. Á Rambla horfði ég á rán og gat brugðið fæti fyrir þjófinn. Hann missti fótanna og ferðakonan endurheimti töskuna sína.