Þríþættur afsláttur

Punktar

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki ætla “að gefa neinn afslátt af því markmiði að við hættum að reka ríkissjóð með tapi.” Sanngjarnt, því að Sjálfstæðisflokkurinn skapaði kviksyndið, sem ríkissjóði var hrint í á valdaárum Bjarna sem þingflokksformanns. Samt hafa þrjú fyrstu verk Bjarna ekki stefnt á minni afslátt. Fyrst þarf hann því að falla frá þeim afslætti, sem hann gaf af auðskatti, auðlindarentu kvótagreifa og virðisaukaskatti ferðaþjónustu. Hvert um sig skaðar afkomu ríkissjóðs um milljarða á ári. Billegt er að blaðra um taplausan ríkissjóð og byrja á að magna taprekstur.