Þrír selja ekki

Punktar

Versta, sem getur komið fyrir pólitíkus er, að almenningsálitið segi honum: Þú selur ekki. Samkvæmt skoðanakönnun fá Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bjarni Benediktsson og Árni Páll Árnason skilaboðin. Persónur þeirra passa ekki við kröfur kjósenda. Hafa einfaldlega ekki pólitískan sjarma. Árni Páll eyðilagði sig í fyrri ríkisstjórn, hinir tveir á tæpu ári þessarar stjórnar. Allir eru þeir byrði á flokkum sínum og hindra þá í að ná vopnum sínum. Flokkana þrjá vantar formenn, sem eru heiðarlegir, ákveðnir, sterkir, svíkja ekki, vinna vel undir álagi og eru í sambandi við almenning. Vantar formenn, sem selja.