Þrír í skammakróknum

Ferðir

Mér sýnist hótelhaldararnir vera orðnir þrír, sem haldi uppi háðslegu umtali ferðamanna um Ísland. Þetta má sjá á TripAdvisor, þar sem fólk rekur raunir sínar. Gamalkunnugt er ástandið á Adam hóteli við Skólavörðustíg og Travel Inn við Sóleyjargötu. 54 vitni eru að skelfingunni á því síðara og 59 á því fyrra. Ég ætla að spara ykkur lýsingarnar, en bendi á, að myndir fylgja á TripAdvisor. Þriðja í skammakrókinn er komið gistiheimilið Tunguvegur, en þar eru vitnin bara orðin fimm. Samtök ferðaþjónustu gerðu vel í að stöðva landkynninguna, sem aðeins þrír hótelhaldarar veita, þvert á ágæti annarra.