Þríhyrningsleið

Frá Öskju yfir Dyngjufjalladalsleið að Öxnadalsá á Bárðargötu.

Byrjum við skálann Dreka við Öskju. Förum suður með Dyngjufjölum og austur fyrir Dyngjuvatn og vestan við Vaðöldu. Þar beygjum við til suðvesturs, síðan til vesturs og norðvesturs, unz við komm á Dyngufjallaleið sunnan við Kattbekking. Förum norðvestur og síðan vestur jeppaslóðina F910 fyrir norðan Þríhyrning og Trölladyngju, mest í 800 metra hæð. Komum að Bárðargötu við Öxnadalsá.

67,9 km
Þingeyjarsýslur

Jeppafært
Athugið nýtt Holuhraun

Nálægir ferlar: Öxnadalsdrög.
Nálægar leiðir: Dyngjufjalladalur, Gæsavötn.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort