Þríeini einokunarbankinn

Punktar

Einokunarbanki landsins er svo sjálfhverfur, að hann telur sig fara með löggjafar- og dómsvald. Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir halda, að þeir geti sektað fólk fyrir greiðslufall og haldið eftir sektum. Ríkisvaldið eitt hefur rétt til að sekta og taka til sín sektarfé. Svo firrtur er þríeini einokunarbankinn, að hann segir ekki einu sinni, hvað hann stelur miklu fé af fólki og ríkissjóði með því að setja fólk á “fitt”. Umboðsmaður neytenda hefur vaknað til lífsins og með stuðningi lagaprófessora vakið athygli á lögleysu bankanna. Segir fólk eiga endurkröfu á bankadólgana.