Þríeina skrímslið

Punktar

Seðlabankinn æsti til verðhækkana, þegar samningar voru undirritaðir. Sagði þá hvetja til verðbólgu. Nær hefði verið, að bankinn róaði niður seljendur vöru og þjónustu. Enda kemur í ljós, að allir hækka. Geta það, því að hér ríkir fáokun á flestum sviðum. Í dag var bílþvottur hjá Löðri 13% dýrari en í síðustu viku. Verð hækkar í einni viku um hærri tölur en í launahækkunum 156 vikna. Grófara verður það varla. Ferlið sýnir, að rangt er gefið í spilunum og að Seðlabankinn er versti verðbólguvaldurinn. Banna þarf verðhækkanir, afnema vísitölubindingu og sigrast á þríhöfða skrímsli ríkisstjórnar, seðlabanka og atvinnurekenda.