Þriðji áratugur Halldórs

Punktar

Framsókn á skilið að verða þingmannslaus á höfuðborgarsvæðinu í vor. Reynslan sýnir þó, að margir framsóknarsauðir skila sér heim á síðustu vikum fyrir kosningar, þótt þeir séu enn á fjalli í janúar. Staða flokksins er í rauninni heldur skárri en staða formannsins, sem lengi hefur ekki náð settu marki. Halldór Ásgrímsson beið í áratug eftir Steingrími Hermannssyni, hefur nú beðið í tæpan áratug eftir Davíð Oddssyni og stendur nú andspænis því að verða að bíða í tæpan áratug eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem verður stjarna fólksins í kosningunum í vor og mun taka við af Davíð Oddssyni, ef hann neyðist til að rýma sætið.