Tony Barber segir í Financial Times, að bandaríska morðið á ítölskum leyniþjónustumanni í Írak hafi valdið mikilli ólgu á Ítalíu. Blaðamaðurinn, sem var í sama bíl, segir, að bandaríski herinn fari að öllu leyti með rangt mál um aðstæður á morðstað. Bíll þeirra hafi ekki verið á of miklum hraða, hafi ekki fengið viðvörunarljós og þetta hafi ekki verið á eftirlitsstöð. Bíll þeirra hafi áður farið um margar slíkar á leiðinni til flugvallarins í Bagdað, svo að bandaríski herinn vissi vel, hverjir voru á ferð. Atburður þessi er upphafið að endalokum aðstoðar Ítalíu við hernámið.
