Þriðja heims Ísland

Punktar

Bandaríkjastjórn rótast nú við að bregða fæti fyrir nýjan stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna, sem 137 ríki hafa samþykkt og 90 ríki staðfest. Um allan þriðja heiminn er ríkjum hótað afnámi allrar bandarískrar aðstoðar, nema þau geri tvíhliða samning um að kæra ekki bandaríska borgara fyrir dómstólnum. 37 fátæk smáríki hafa bitið í þetta súra epli, þar af ekkert vestrænt ríki, nema glæpamiðstöðin Albanía teljist vera það. Evrópusambandið hefur varað væntanleg aðildarríki við undirritun slíks samnings, sem væri ávísun á bandaríska stríðsglæpi. Þar sem við höfum þriðja heims valdahafa hér á landi, má benda þeim á að skoða möguleika á að verzla við Bandaríkin um undanþágu gegn stríðsglæpum annars vegar og óskert framhald hermangs á Keflavíkurvelli hins vegar. Það væri í góðu samræmi við reisnarskort utanríkisstefnu okkar.