Þreyttur ertu orðinn

Punktar

Þetta voru skilaboðin á símanum mínum í morgun: „Þreyttur ertu orðinn“. Ég fletti nokkrum punktum og sá, að þetta var rétt. Allan elegans vantar í texta minn. Þarf að taka mér frí eða að minnsta kosti lækka dampinn á vélinni. Pistlar mínir eru orðnir alls 23.687 frá 1973 til þessa dags. Kannski fækka pistlunum um einn á dag yfir háveturinn. Og minnka skrif um pólitík, hún verður smám saman þreytandi. Ég hef verið upptekinn af þeirri vissu, að Sjálfstæðisflokkurinn væri krabbameinið í þjóðfélaginu, sjálf rótin að spillingu og svínaríi. Margir fleiri skrifa í slíkum dúr, svo þetta er ekki leyndó lengur: Að VG leiddi bófana aftur inn í helgidóminn.