Þreyta í andófinu

Punktar

Þreyta er í andófi á Íslandi, þótt það eflist annars staðar á Vesturlöndum. Hér hefur fólk ekki kveikt á þeirri uppgötvun, að bankar séu rót hins illa í markaðskerfinu. Fólk er óljóst andvígt Alþingi, ríkisstjórninni, bönkunum, fjárhagserfiðleikum, jafnvel veðrinu. Hér vantar fókus á það brýnasta. Það er hluti þess vanda, að Íslendingar eru afskiptalitlir um pólitík, leiða hana hjá sér. Fara í fýlu, en fáir verða innilega reiðir. Búsáhaldabyltingin hafði betri fókus í ársbyrjun 2009. Og beztur var fókusinn, er Samfylkingin ein var tekin á taugum ofan við Þjóðleikhúskjallarann 21. janúar 2009.