Þrengjum launabilið

Punktar

Við þurfum að koma upp þéttara tekjukerfi í samfélaginu. Kerfi, sem dregur úr mismunun. Lágmarkstekjur verði 400.000 krónur á mánuði, fyrir utan skatt, úr því að leiguhúsnæði er komið upp fyrir 200.000 krónur. Þingmenn og aðrir yfirmenn í samfélaginu megi hafa tvöföld mánaðarlaun alls, 800.000 krónur, ráðherrar og aðrir forstjórar 1.200.000 eða þreföld mánaðarlaun. Breiðari munur gengur ekki, því að há laun valda víxlverkun Um leið þurfa gamlingjar, öryrkjar og sjúkir að fá 300.000 í borgaralaun á mánuði án vinnuframlags og fái lyf og sjúkrameðferð ókeypis. Að lokum þarf að leggja áherzlu á, að banksterar fari ekki yfir 800.000 krónur á mánuði.