Þreföld færsla upp á skaftið

Punktar

Bandaríkjastjórn er að færa sig upp á skaftið gagnvart bandamönnum sínum í styrjöldum Austurlanda. Í fyrsta lagi heimtar hún, að bandamenn í Evrópu taki meiri þátt í kostnaðinum gegn Afganistan. Vill fá tuttugu milljarða dollara frá þeim, þar á meðal Íslandi. Í öðru lagi segist hún vilja ráða þar ferðinni. Nató verði ekki lengur partur af herstjórninni, heldur verði hún eingöngu á vegum Bandaríkjanna. Í þriðja lagi hóf hún loftárásir á Pakistan gegn vilja og vitund stjórnvalda þar í landi. Allt er þetta til þess fallið að auka spennu. Sem er tilgangurinn svona rétt fyrir kosningar.