Þrautrædd stjórnarskrá

Punktar

Í pípunum eru tvær stjórnarskrár, Stjórnlagaráðs og Stjórnskipunarnefndar. Sú síðari er efnislega samhljóða hinni fyrri, með tæknilegum breytingum að óskum lögfróðra. Þær hafa fengið rækilega umfjöllun og sú fyrri mjög jákvæð úrslit í þjóðaratkvæði. Sigri stuðningsmenn þeirra í næstu kosningum, þarf að leggja aðra eða báðar fyrir alþingi. Þar fer málið í eðlilegt þingferli með óskum um athugasemdir fólks. Þingnefndin, vinnur úr þessu og leggur fram tillögu, sem alþingi samþykkir. Boðað verður til þjóðaratkvæðis og nýrra kosninga. Nýtt alþingi staðfestir svo útkomuna. Þetta ferli getur tekið eitt eða mest tvö ár.