Þorpsfífl heimsþorpsins

Punktar

Síðari ár hefur hver ógæfan á fætur annarri sýnt, að fjölmiðlum er ekki hægt að treysta. Þeir þögðu um, að WorldCom og Enron væru blöðrur. Að þriðjungur peninga heimsins væri falinn. Að Víetnam-stríðið væri að tapast. Kom bara síðar í ljós. Sögðu ranglega, að margar tölvur mundu bila um aldamótin. Að gereyðingarvopn væru fyrst í Írak og síðan í Íran. Að Chernobyl hefði verið ofurslys og að atómver væru vond. Íraksstríð fjölmiðla var úr tölvuleikjum. Fjölmiðlar apa hver eftir öðrum óstaðfestar fréttir hagsmunaaðila. Og missa af alvörufréttum. Í Global Village nútímans eru fjölmiðlarnir þorpsfíflið.