Sumir reisa eða kaupa sumarhús. Við keyptum jörð. Það kemur í sama stað niður. Samanburðurinn við heimilið er oftast seinni bústaðnum í óhag. Okkur þykir ISDN-tölvutengin sveitanna fornleg og bilanagjörn. Við erum ekki sátt við sturtuna. Við viljum fá rafdrifinn rúmbotn. Okkur finnst langt í fiskbúð og bakarí, höfum bara venjulegan stórmarkað í kortérs fjarlægð. Við sjáum bara ríkið í sjónvarpinu. Ef ekki væru hestarnir, þætti mér raunar þunnur þrettándinn í sveitinni, þótt fátt hafi verið til sparað að gera hana
