Þokan í Gálgahrauni

Punktar

Ýmsum rökleysum er haldið fram til að verja eyðileggingu Gálgahrauns með óþörfum vegi. Ein er, að auka þurfi öryggi Álftanesleiðar. Engar tölur hafa verið birtar um það. Önnur er, að heiti hraunsins sé annað, eins og það komi eyðileggingunni eitthvað við. Þriðja er, að vegurinn sé altjend löglegur. Um það má deila. Lagatæknar segja ýmist. Meðal annars að ljúka þurfi dómsmálinu áður en óafturkræfar skemmdir eru unnar. Ennfremur, að dómstólar hafi ekki farið að alþjóðalögum, er þeir höfnuðu aðkomu almannasamtaka að umhverfinu. Íslenzkir dómarar sýna ítrekað, að þeim eru fáfróðir um rétt almennings.