Þöggunaráráttan

Punktar

„Lýðræðislegt hlutverk tjáningarfrelsisins er fyrst og fremst sá að tryggja, að vondar skoðanir sé hægt að ræða opinskátt, þar á meðal af þeim, sem vita betur. Sú umræða á sér ekki stað með þöggun, og þá skiptir engu máli, hvort þöggunina megi réttlæta lagatæknilega eða ekki: sú nauðsynlega umræða á sér samt ekki stað með þöggun, en hún þarf samt að eiga sér stað. Engin lagarök breyta þeirri staðreynd. Löglegt er ekki það sama og skynsamlegt.“ Ég geri orð Helga Hrafns Gunnarssonar þingpírata að mínum. Bæti við, að siðblindur Hæstiréttur leyfir kæranda að taka til sín orð um nafnlausan mann. Og leyfir kæranda að ákveða, að tiltekið orð sé móðgandi, þótt Íslenzk Orðabók segi merkinguna aðra. Öllu svona dómarugli ber Blaðamannafélaginu að mæta með að standa undir kærum til æðri dómstóls í Evrópu.