Þjórsá

Frá Varghóli á þjóðvegi 286 hringferð með Þjórsá að Varghóli.

Tveimur kílómetrum suðvestan Akvegar er Kirkjuhóll. Þar hafa fundizt minjar um kirkju, sem hefur brunnið. Þar er líka kirkjugarður, hlaðinn úr tveggja metra háum sexstrendum stuðlum, minnisvarði um meiriháttar framkvæmd. Rústirnar eru frá því fyrir árið 1200.

Förum frá Varghóli suðvestur um Þverlæk og Hreiður að Kvíarholti. Þaðan vestur yfir þjóðveg 286 á þjóðveg 284. Eftir honum vestur fyrir suðurenda Gíslholtsvatns, síðan norður um Gíslholt og vestur fyrir Kamb. Þaðan norður með Þjórsá um Kostholt og Ártangaeyri í Kaldárholt. Þaðan austur um Stóra-Dímon og Lambhaga að Þjórsá og áfram austur í Akbraut. Þaðan suður með Þjórsá um Hestaklett og Hestafoss og síðan suður um Bjalla að Læk. Þaðan suðvestur að þjóðvegi 286 og með þeim vegi suður að Varghóli.

30,6 km
Rangárvallasýsla

Nálægar leiðir: Eyjavað.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort