Þjófaskörð

Frá Hnífsdal um Þjófaskörð til Seljalandsdals í Skutulsfirði.

Þetta er ekki reiðleið.

Á Vestfjarðavefnum segir: ““Úr innri enda Þjófaskarðs er sneitt niður skriðurnar þar til komið er niður á melholt, móa og mýrar, en auðvelt er að þræða þurra leið. Uppi undir hlíðinni til vinstri, handan Skarðsengis, sést endastöð fyrstu skíðalyftunnar á Seljalandsdal við Gullhól. Þaðan er gengið norðan- og austanvert í rótum Sandfells niður lága hjalla að stíflunni í Buná.”

Förum frá Hnífsdal um Heiðarbraut og vestur dalinn framhjá eyðibýlinu Fremri-Hnífsdal og síðan eftir slóða í sneiðingum í átt að Heiðarskarði. Undir skarðinu förum við suður fyrir botn dalsins að Þjófaskörðum. Förum yfir þau í 600 metra hæð og síðan áfram suður í Seljalandsdal. Sneiðum niður skriðurnar, unz við komum niður í gróður. Síðan vestsuðvestur dalinn að vegi til skíðasvæðisins.

10,6 km
Vestfirðir

Ekki fyrir hesta
Mjög bratt

Nálægar leiðir: Heiðarskarð, Botnsheiði, Breiðadalsheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort