Þjófasjóður verður stofnaður

Punktar

Ríkisstjórnin hyggst stofna digran þjófasjóð fyrir kennitöluflakkara, svonefndan Þjóðarsjóð. Í hann á að renna árlegur arður Landsvirkjunar upp á 10-20 milljarða og sitthvað fleira af því tagi. Markmiðið er að auka svigrúmið sem braskarar og kennitöluflakkarar bófaflokksins geta gramsað í. Annað markmið sjóðsins er, að meira af tekjum ríkisins fari framhjá velferð, vegum, heilsu og skólum okkar. Samkvæmt newspeak á þjófasjóðurinn að heita Þjóðarsjóður. Valinkunnir stjórar sjóðsins verða valdir úr hópi þeirra bófa, sem hafa farið gegnum minnst þrjú milljarðagjaldþrot og þrjú kennitöluskipti. Vanir menn með mikla starfsreynslu.