Þjófadalsvarp

Frá Klifi á Tóarvegi um Þjófadalsvarp og Vestdalsheiði til þjóðvegar 93 á Fjarðarheiði.

Þar sem leiðin liggur hjá Vatnshnjúk, er eins kílómetra krókur austur að Fjallkonu, þar sem fundust merkar fornleifar, þar á meðal nælur af kvenbúningi.

Förum frá Klifi suður um Fossbrún og suðsuðvestur um Þófadal í Þjófadalsvarp í 840 metra hæð. Áfram suður úr skarðinu og fyrir austan Vatnshnjúk. Komum að austurenda Vestdalsvatns á Vestdalsheiði. Förum vestur með vatninu norðanverðu og beygjum síðan til suðurs við vesturenda vatnsins. Förum suður um Stafdal fyrir austan Stafdalsfell í 630 metra hæð og áfram til Dísubotns. Endum svo við Stafakverk við þjóðveg 93 á Fjarðarheiði milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða.

15,2 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Tó, Vestdalsheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort