Þjóðverjar skjóta ekki

Punktar

Bandaríkin og Þýzkaland skiptast á hnífstungum vegna hernáms Afganistans. Robert Gates, stríðsráðherra Bandaríkjanna, sendi þýzka stríðsráðherranum harðort bréf um lélega frammistöðu Þýzkalands í hernáminu. Hún hafi “valdið vonbrigðum”. Þjóðverjar svöruðu fullum hálsi, sögðu bréfið frá Gates vera “ósvífið og ófyrirleitið”. 3.200 þýzkir hermenn taka þátt í hernáminu, en þeim hefur verið bannað að skjóta fólk. Gates telur slíkt auðvitað vera lélegt hernám og stuðla að erfiðleikum þess. En Þjóðverjum er illa við mannréttindabrot, sem þykja í Bandaríkjunum vera hið brýnasta og bezta mál.