Þjóðremba yfirstéttar

Punktar

Í gamla daga var þjóðin alin af innlendri yfirstétt á Danahatri, bara til að magna hag yfirstéttarinnar, embættismanna og kaupmanna. Nú er þjóðin alin á Evrópuhatri og enn er hér yfirstéttin að verki. Nú eru það kvótagreifar og atvinnurekendur, sem hamast á útlandinu til að efla hag sinn og forréttindi. Íslenzk þjóðremba er ræktað illgresi. Hræðir þjóðina með evrópskri Grýlu. Með regluverki Evrópu, sem í mörgum tilvikum verndar almenning langt umfram íslenzkan geðþótta. Leiðin til að verja forréttindin er að telja fólki trú um, að séríslenzkur geðþótti forréttinda sé betri en evrópska regluverkið.