Þjóðnýtum sjóðina

Punktar

Kastljós Helga Seljan á formann Sambands lífeyrissjóða staðfestir eitraðan rekstur sjóðanna. Þeir hafa slitið samband verkalýðsrekenda og umbjóðenda þeirra, almenns launafólks og lífeyrisfólks. Stjórar og stjórnir sjóðanna hafa ekkert lært af hruninu og stefna ótrauð í nýtt hrun. Ruglið kemur fram í ýmsum atriðum. Verkalýðsrekendur geta ekki lengur samið um kaup og kjör vegna hagsmuna sjóðanna. Þeir eru gegnsósa af hugmyndafræði atvinnurekenda um hagvöxt og sáldrun auðs af borði greifa. Eru líka gegnsósa af hátekjum atvinnurekenda, skilja ekki líf launa- og lífeyrisfólks. Þjóðnýtum sjóðina.