Efni bókarinnar „Þúsund og ein þjóðleið“ er komið hér á síðuna, enda er bókin löngu uppseld og ófáanleg í fornbókabúðum. Raunar eru leiðirnar orðnar 1138. Hér eru þær að vísu án flottu bókarkortanna. Um þau gilda réttindi, sem ná ekki til vefs. Farið á bókasafn til að skoða þau. Til að finna texta um leiðirnar slærðu inn fyrstu stafi heitisins í leitarreit heimasíðunnar. Þú kemst líka í textann gegnum orðið Þjóðleiðir í listanum hægra megin á heimasíðunni. Síðan leitað eftir landsvæðum, sem er nýtt, aðallega eftir sýslum. Munir þú ekki heitið eða munir það undir öðru heiti, geturðu fyrst leitað að nálægri leið og síðan fetað þig áfram eftir orðunum í listunum: Nálægir ferlar eða Nálægar leiðir. Með þessari yfirfærslu á vefinn er lokið verki mínu um þjóðleiðir.