Þjóðleiðir á vefnum

Hestar, Punktar, Þjóðleiðir

Efni bókarinnar „Þúsund og ein þjóðleið“ er komið hér á síðuna, enda er bókin fyrir löngu uppseld. Raunar eru leiðirnar orðnar 1132 og verða varla fleiri. Þetta er án bókarkortanna af leiðunum. Um þau vísast til bókasafna. Þú kemst í þennan vef gegnum orðið Þjóðleiðir hægra megin á heimasíðunni. Síðan geturðu skráð heiti leiðarinnar í reitinn, sem merktur er LEITA. Munir þú ekki heitið eða manst leiðina undir öðru heiti, geturðu fyrst leitað að nálægri leið og síðan fetað þig áfram eftir orðunum í listunum: Nálægir ferlar eða Nálægar leiðir. Getur líka gert það með að slá fyrst inn heiti landshlutans, t.d. Vestfirðir. Gott væri að fá leiðréttingar og viðbætur í tölvupósti til: jonas@hestur.is

(Ef einhver WordPress sérfróður gæti sett landshlutana (subcategories) í „drop down“ skrunlista undir orðið Þjóðleiðir (category) á heimasíðunni, mundi það einfalda grúsk lesenda)