Þjóðleg iðja stöðvast

Punktar

Einar K. Guðfinsson sjávarútvegsráðherra hefur gefið út yfirlýsingu um, að hvalveiðum Íslendinga sé lokið. Ekkert hefur selzt af hvalkjöti og því er veiðunum sjálfhætt. Þetta sagði ég áður en hvalveiðar hófust að nýju. Nú hefur ráðherrann séð ljósið, síðastur manna. Hvalveiðar eru bara hugsjón auðugs sérvitrings, sem erfði nokkra hvalabáta. Bátarnir hafa lengi verið að grotna niður í Reykjavíkurhöfn. Þrjózka erfingjans og hvalveiðisöngur Helga Björnssonar hafa of lengi talið fólki trú um, að líkið væri lifandi. Þótt þjóðlegt sé talið að skjóta hvali, sögðu markaðslögmál stopp.