Þjóðin líkist kvótagreifum

Punktar

Kvótagreifar gráta stöðugt, því meira sem þeim gengur betur. Ég óttast, að þjóðin sé á svipuðu róli. Alls staðar er grátur og gnístran tanna. Samt er fátækt á Íslandi árið 2011 hin sama og árið 2004, mun minni en á öðrum Norðurlöndum. Samt er skuldir heimilanna lægri hér en í Danmörku, þar sem þó er minna um, að fólki eigi íbúðir sínar. Samt er kaupmáttur launa samkvæmt Hagstofunni hinn sami árið 2011 og hann var árið 2004. Þessir hagvísar segja ekki alla söguna, en skipta miklu máli við stöðumatið. Við því eiga dólgar ekkert svar nema þetta sígilda og gersamlega innihaldslausa: “Lygi, lygi”.