Þjóðin hefur það gott

Punktar

Samkvæmt hagtölum hafa Íslendingar það miklu betra en af er látið í fréttum fjölmiðla. Kaupmáttur launa er samkvæmt lífskjararannsóknum Hagstofunnar sá sami árið 2011 og hann var árið 2004. Samkvæmt því hefur tekizt að verja mikinn hluta þjóðarinnar fyrir skakkaföllum af völdum hrunsins. Samkvæmt tölum Seðlabankans eru skuldir heimilanna hér á landi lægri en í Danmörku og eiga þó fleiri íbúðir hér en þar. Skuldir heimilanna hafa lækkað ört síðustu árin. Sjást þar áhrif aðgerða í þágu skuldara íbúðalána. Rétt er að halda slíkum hagtölum til haga í einhliða orrahríð áróðurs í fréttum fjölmiðla.