Þjóðin er sífellt rænd

Punktar

Birtar hafa verið tölur, er sanna margt af því, sem ég hef haldið fram undanfarið. Við erum á hraðferð til auðvalds, þar sem 1000 manns eða 0,3% eiga nú nánast allt, viðskiptalíf, pólitík og fjölmiðlun. Vinstri grænum var kippt upp í stjórnarsæng, þar sem þau samþykkja allt. Auknir eru afslættir af auðlindarentu kvótagreifa. Velferð er skorin niður með verðbólgu. Peningastefnan öll er í eigu allra þrengstu hagsmuna. Kvótagreifar eiga tvo ráðherra með húð og hári. Tilfærsla peninga og eigna hindrar, að við getum haldið jöfnu við Norðurlönd og Þýzkaland í velferð.