Þjóðin er heimsk

Punktar

Frjálshyggja var stefna Sjálfstæðisflokksins á valdatíma Davíðs og Geirs. Skortur á eftirliti með bönkum og fjárglæfrum leiddi til hruns, sem magnaðist við aðgerðaleysi Davíðs og Geirs. Annar hver þingmaður Flokksins er eftirlegukind þessara tíma og sumir voru beinlínis hrunverjar, þar á meðal Bjarni formaður. Í ár staðfesti Flokkurinn stöðu sína sem málsvari sérhagsmuna í sjávarútvegi. Raunar hefur hann ætíð stutt sérhagsmuni á kostnað almannahagsmuna. Þrátt fyrir allt þetta styður fjórði hver kjósandi Flokkinn. Það er bezta dæmið um, að þjóðin er heimsk og ófær um sjálfstæði.