Þjóðarhetjurnar

Punktar

Allt er að verða eins og það var fyrir hrunið. Helztu bófar landsins sitja ekki á Litla-Hrauni, heldur taka þeir við gömlu fyrirtækjunum. Bankastjórar hafa gefið bófunum eftir tugi milljarða og þeir taka til við fyrri iðju. Mér sýnist Samskip komið í fyrri eigu, sömuleiðis Bakkavör og Lyf og heilsa. Fyrri eigendur Bónusveldisins eru að hasla sér völl í verzlunarkeðjum. Eftir afskriftir er útgerð enn í höndum greifa, er borga milljarð á ári í Moggann. Þessu ráða bankastjórar, sannfærðir um, að engir séu betri kaupsýslumenn en einmitt þeir, sem settu fyrirtækin á hausinn. Þetta eru okkar þjóðarhetjur.