Munurinn á James A. Baker, sem hyggst bylta bandarískri utanríkisstefnu, og Condoleezza Rice, sem enn hangir í embætti ráðherrans, er sá, að Baker er gamall samningarefur og utanríkisráðherra. Hann lítur á öll vandamál sem spurningu um þjark og þolinmæði. Rice er hins vegar einn hugmyndafræðinga Nýja íhaldsins, sem skiptir öllum heiminum upp í vini og óvini. Við hina síðarnefndu sé ekkert um að tala, þá verði að sigra með bandarískum eldi og brennisteini. Þetta segir David E. Sanger í International Herald Tribune. Heimsmynd Rice og forsetans er hrunin og ráðgjafar pabba gamla eru að taka við.
