Þéttingin ögrar fólki

Punktar

Hundrað ára silfurreynir á Grettisgötu 17 á að víkja fyrir hóteli gegn vilja nágranna. Gott dæmi um úlfúðina, sem mun fylgja þéttingu byggðar í gömlu Reykjavík vestan Hringbrautar. Ekki kann góðri lukku að stýra að troða inn steypukössum. Allra sízt milli gróinna húsa í byggð timburhúsa og annarra húsa í þeim gamla stíl. Annað dæmi er rosalegur kassi við Mýrargötu. Samkvæmt nýju skipulagi má búast við röð af slíkum katastrófum. Trúarbrögð þéttingar ögra fólkinu og reita það til réttlátrar reiði. Bakland byggðaþéttingar felst í gráðugum lóðareigendum og verktökum, sem stýra trúgjörnum borgarfulltrúum.