Þetta er ekki hænufet

Punktar

Efnismesta rýnin á tillögu stjórnlaganefndar um þrjár breytingar á stjórnarskrá er komin frá Þorkeli Helgasyni. Mér sýnist þar, að tillögurnar feli ekki í sér bata á núverandi stjórnarskrá. Flytji okkur ekki hænufet til stjórnarskrár, sem við viljum endurheimta úr frystingu alþingis. Samt hefur bara ein úr nefndinni lýst andstöðu við tillögurnar, Valgerður Bjarnadóttir í Samfylkingunni. Katrín Jakobsdóttir frá VG hefur ekki tjáð sig um þetta frekar en önnur vandræðamál. Fulltrúi pírata hefur meira að segja sagt ýmislegt vera gott í þessum tillögum. Píratar eru því að missa sérstöðu sína í stjórnarskrármálinu úr höndum sér.

Greinargerð Þorkels
Skoðun Valgerðar